Hvar eiga lífverurnar HEIMA?
Lífverur sem lifa á landi búa við fjölbreyttar aðstæður. Búsvæði þeirra eru fjölbreytt. Í landi Reykjavíkur er mikið manngert en annað er lítið raskað. Eftirfarandi atriði skipta máli fyrir lífverur:
- Landslag – fjöll, skriður, klettar, hraun, hólar, hæðir, vellir, láglendi …
- Veðurfar – vindar/skjól, nálægð við sjó, hæð yfir sjávarmáli, birta/skuggi …
- Raki – í lofti og jörð
- Berg og jarðvegur – hraun eða þétt berg, næringarríkur /næringarlítill jarðvegur eða jafnvel enginn jarðvegur, þéttni.
- Aðrar lífverur – aðrar lífverur geta haft veruleg áhrif á búsvæði. Þær geta þannig verið fæða, rándýr, keppinautar, valdið ónæði og svo framvegis. Lífverur geta líka verið búsvæði í sjálfu sér. (Á einni myndinni er tré búsvæði mosa og fléttna. )
- Raskað / óraskað land
Lífverur eiga sér jafnan kjöraðstæður. Þar hafa þær það best.
- Í heitum sumra tegunda lífvera kemur fram í hvers konar umhverfi þær lifa (búsvæði). Dæmi um það er holtasóley. Getið þið nefnt fleiri dæmi? Hugsið svo braki í hausnum á ykkur!
- Hvað þýðir að eiga heima?
- Skoðið myndirnar hér fyrir neðan og hugsið um lífverurnar á hverjum stað. Sumar sjást á myndunum, aðrar eru litlar og sjást ekki þess vegna, enn aðrar hafa skroppið frá!
- Takið sjálf myndir í ykkar umhverfi sem sýna búsvæði lífvera á landi.
KENNARAR / FULLORÐNIR
Búsvæði
Ástæða er til að leggja áherslu á þetta vistfræðilega lykilhugtak: búsvæði, hér og víðar í tengslum við vefinn. Fjölbreytt búsvæði er grunnur fjölbreyttra lífvera og vistkerfa.
Eigin myndir
Gaman væri að gera eitthvað með myndirnar sem börnin taka af ólíkum búsvæðum. Kannski væri hægt að:
- flokka þær
- útskýra þær
- velja úr listrænar myndir – og velta fyrir sér hvað gerir þær listrænar
- útbúa rúllandi myndasýningu
- mála og teikna myndir fremur en taka ljósmyndir